Sæbjörg ST 7

1054. Sæbjörg ST 7 ex Júlíus Ár 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæbjörg ST 7 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en bátar Strandamanna sem stunduðu úthafsrækjuveiðar áttu það til að koma og landa á Húsavík þaðan sem aflinn var keyrður vestur til vinnslu.

Báturinn var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1967 og hét upphaflega Drífa RE 300.

Báturinn var endurbyggður í Ósey í Hafnarfirði 1997 og fékk þá nafnið Sæbjörg ST 7 og heimahöfnin var Hólmavík. Hann hafði heitið ýmsum nöfnum í millitíðinni.

Útgerðarfélagið Dvergur ehf. í Ólafsvík keypti Sæbjörgina árið 2006 og gaf henni nafnið Sveinbjörn Jakobsson SH 10 sem báturin ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Baldur Árna ÞH 222

158. Baldur Árna ÞH 222 ex Oddgeir ÞH 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hér lætur rækjubáturinn Baldur Árna ÞH 222 úr höfn á Húsavík sumarið, sennilega 2004.

Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson útgerðarmaður á Ísafirði hafði keypt bátinn haustið áður og gefið honum þetta nafn.

Báturinn var smíðaður í Hollandi 1963 fyrir Gjögur hf. á Grenivík og hét Oddgeir ÞH 222. Það nafn bar hann í 40 ár eða þangað til hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.

Á þessum tíma var hann yfirbyggður og skipt um brú auk þess sem nýr skutur var kominn á hann. Hann mældist 164 brl. að stærð.

Baldur Árna ÞH 222 var seldur til Nova Scotia í Kananda haustið 2009 og fékk nafnið Francoise.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution