
Norski frystitogarinn Ole-Arvid Nergård T-5-H er hér við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum.
Ole-Arvid hét áður Rosvik og er í eigu Nergård Havfiske AS, heimahöfn hans er Harstad.
Togarinn var smíðaður árið 2001 í Aas Mekaniske Verksted AS í Vestnes í Noregi. Hann er 54,6 metrar að lengd og 13 metra breiður. Mælist 1498 GT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution