Star First við bryggju í Chapela

IMO 9330056. Star First við bryggju í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið First Star laumaði sér upp að bryggju í Chapela í nótt eða morgun en myndina tók ég nú síðdegis.

First Star var smíðað árið 2006 en eins og jafnan þá eru misvísandi upplýsingar á Shipspotting.com og Marinetraffic.com. Sú fyrrnefnda segir skipið undir flaggi Singapore en sú síðarnefnda segir Bahamas.

Skipið er 163 metrar að lengd og 26 metra breitt, mælist14,030 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Nordtind við veiðar á Svalbarðasvæðinu í gær

IMO 9804538. Nordtind N-6-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Frystitogarinn Nordtind N-6-VV er hér á rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu í gær.

Myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking og voru þeir að veiðum um 100 sml. austur af Hopen.

Nordtind er í eigu  norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og hóf veiðar árið 2018. Togarinn var afhentur frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes í Noregi snemma það ár.

Nordtind er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist 4,129 GT að stærð. Aðalvélin er 6300 Bhp. RRM Bergen. 

Heimahöfn togarans er Bergen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.