Þeir fiska sem róa

Fiskibátur að veiðum úti fyrir Vigoflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þeir eru fjölmargir fiskibátarnir hér við strendur Galisíu og hér er einn þeirra að veiðum rétt innan Cíeseyja í mynni Vigoflóans.

Hann er á nótaveiðum en hvað hann er að veiða er mér ekki kunnugt um.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stapin á Vopnafirði

OW2055. Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Frændur okkar á línubátnum Stapin FD 32 voru í fréttum í dag þar sem sagði að eft­ir­lits­dróni Land­helg­is­gæsl­unn­ar stóð skip­verja að verki við meint ólög­legt brott­kast.

Bátnum var stefnt til Vopnafjarðar og tók Börkur Kjartansson þessa mynd um hádegisbil þegar Stapin kom að landi. Eftir skýrslutökur lét hann úr höfn um kl. 16 og kúrsinn settur heim til Færeyja en heimahöfn hans er í Tóftum.

Stapin er 42. metrar að lengd og 9 metra breiður, smíðaður í Danmörku 1990. Hét áður Husby Senior M-13Av en b+aturinn var keyptur til Færeyja árið 2016.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur EA 3 var sjósettur í dag

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Samherji.is

Harðbakur EA 3, nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa sem hefur verið í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard-Aukra í Noregi, var sjósettur í dag.

Frá þessu segir á heimasíðu Samherja en samningur um smíðina var undirritaður í lok nóvember árið 2017. Skipið er hannað af Vard samsteypunni í Noregi í samvinnu við eigendur og er eitt af sjö skipum sem fjórar íslenskar útgerðir tóku sig saman um að láta smíða.

Skipin eru 28,95 metra löng og 12 metrar á breidd og eru smíðuð samkvæmt íslenskum reglum og kröfum flokkunarfélagsins  DNV GL.

Eins og áður kemur fram mun nýi togarinn hljóta nafnið Harðbakur og fær skrásetningarnúmerið EA 3. Þetta nafn og númer hafa togarar ÚA áður farsællega borið.

Áætluð afhending togarans frá Vard-Aukra er um miðjan október og siglir skipið þá til heimahafnar. Þar tekur Slippurinn Akureyri við því og settur verður um borð vinnslubúnaður, sem þar verður smíðaður.

Áætlað er að Harðabakur hefji veiðar í byrjun nýs árs.

Maggi ÞH 68

5459. Maggi ÞH 68 ex Gæfa ÞH 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Maggi ÞH 68 er þarna að koma úr línuróðri um miðbik níunda áratug síðustu aldar.

Maggi ÞH 68 var í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar á Húsavík en bátinn smíðaði Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík.

Bátinn smíðaði Jóhann árið 1961 fyrir Bessa Guðlaugsson sem nefndi bátinn Farsæl ÞH 68.

Á vefnum aba.is segir að Bessi hafi átt Farsæl í ellefu ár.

Frá árinu 1972 hét báturinn Gæfa ÞH-68, Húsavík;  Frá árinu 1977 hét hann Maggi ÞH-68, Húsavík; Frá árinu 1993 hét báturinn Maggi ÞH-338, Húsavík og það nafn bar hann þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 14. nóvember 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Tjaldur SH 270

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Línuskipið Tjaldur Sh 270 lét úr höfn í Njarðvík í gær eftir að hafa verið í skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Elvar Jósefsson tók meðfylgjandi myndir af skipinu sem smíðað var árið 1992 í Noregi fyrir KG fiskvekun hf. á Rifi.

Tjaldur SH er 43,21 metrar að lengd, breidd hans er 9 metrar og mælist hann 689 BT að stærð.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution