Keilir verður gerður upp sem skemmtibátur

1420.Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þá er Keilir SI 145 frá Siglufirði kominn til Húsavíkur og ég líka. Báturinn er kominn upp í slipp en í vetur verður hann gerður upp sem skemmtibátur.

Keilir, sem er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði, var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi og afhentur í marsmánuði 1975.

Báturinn hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44 og smíðuð fyrir útgerðarfélagið Korra h/f á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution