
Línuskip ÚA, Anna EA 305, er hér á Dorhnbanka við grálúðuveiðar, rétt innan miðlínunnar milli Íslands og Grænlands.
Myndirnar tók Grzegorz Maszota skipverji á Þórsnesi SH 109 sem einnig stundar grálúðuveiðar í net.
Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 BT að stærð. Keypt til Íslands árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution