Avataq GR 6-19

Avataq GR 6-19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þessa mynd af grænlenska togaranum Avataq GR 6-19 tók ég í dag en skipið er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni. 

Avataq GR 6-19 er annar tveggja frystitogara sem stöðin smíðar fyrir Royal Greenland en sá fyrri, Sisimiut GR 6-18, var afhentur í vor.

Samkvæmt fréttum þegar samið var um smíði togaranna átti að afhenda Avatq í nóvember.

Avataq GR 6-19 er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður og verður heimahöfn hans er Nuuk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Tiger R 38

IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Danski rækjutogarinn Ocean Tiger R 38 er hér að rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu á dögunum.

Togarinn, sem er í eigu Ocean Prawn A/S, var smíðaður árið 1997 í Noregi og er með heimahöfn í Nexø.

Hann er 60 metrar að lengd og 14 metra breiður. Mælist 2,223 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stenheim við bryggju í Hafnarfirði

IMO 9261114. Stenheim. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessa mynd á dögunum af olíuflutningaskipinu Stenheim við bryggju í Hafnarfirði.

Stenheim, sem siglir undur flaggi Gíbraltar, var smíðað árið 2003 og mælist 11,935 GT að stærð. Lengd þess er 144 metrar og breiddin 23 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution