
Gamla olíuflutningaskipið Laugarnes hefur skipt um eigendur og nafn, heitir nú Assa BA og komið með heimahöfn á Tálknafirði.
Eigandinn er Sjótækni ehf. sem er eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins ,,hafsækinn vertaki sem þjónustar fiskeldi, neðansjávarlagnir og rekur köfunarþjónustu“.
Assa var smíðuð 1978 hjá Sakskobing Maskinfabrik Og Skibsvaer í Danmörku.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution