
Flutningaskipið Prospect kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinun þar skipað var upp hráefni fyrir PCC á Bakka.
Pospect var smíðað árið 2007 í Peters Shipyards í Hollandi og er 118,4 metra langt og 13,35 metra breitt. Mælist 4,106 BT að stærð.
Útgerð skipsins heitir CFL og er hollenskt skipafélag en skipið siglir undir fána Hollands og er heimahöfn þess Groningen.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution