Sæborg ÞH 55

1097. Sæborg ÞH 55. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Þarna hafa kallarnir á Sæborginni hitt á´ann og fengið Pétur til að mynda bátinn áður hafist var handa við að landa úr honum.

Sæborg ÞH 55 var smíðuð árið 1970 hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri. Hún var smíðuð fyrir Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein Pétur og Óskar Eydal á Húsavík.

Í 21. tbl. Ægis árið 1970 sagði m.a svo frá:

Í marzmánuði s.l. var hleypt af stokkunum hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta, Akureyri, 16 tonna trébát er hlaut nafnið Sæborg ÞH 55. Báturinn var teiknaður af Tryggva Gunnarssyni.

Í bátnum er 134 ha Scania Vabis vél og ganghraði bátsins reyndist 10 sml. Ennfremur er í bátn- um 36 sjómílna Termratsjá, Simrad dýptarmælir og talstöð. Báturinn er útbúinn með kraftblökk.

Eigendur hins nýja báts eru Karl Aðalsteinsson og synir, Húsavík.

Þannig var það en árið 1977 lét útgerðin smíða nýrri og stærri Sæborgu ÞH 55 hjá Gunnlaugi og Trausta og fékk þessi þá nafnið Guðrún Björg ÞH 355.

Guðrún Björg var seld Viðari Sæmundssyni í Hafnarfirði árið 1988 og nefndi hann bátinn Ársæl Sigurðsson HF 80.

Ársæll Sigurðsson HF 80 fékk á sig brot í innsiglingunni til Grindavíkur 21 mars 1992, lagðist á hliðina og sökk á skömmum tíma.

Áhöfnin á Ólafi GK 33 bjargaði áhöfn bátsins en lesa má um atburðinn hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s