
Þengill ÞH 114 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið, róið með línu og afli góður. Úddi í brúnni og Stjáni bróðir hans fram á.
Þengill ÞH 114 var smíðaður á Akureyri árið 1970 fyrir Gest Halldórsson á Húsavík sem nefndi bátinn Kóp ÞH 114. Báturinn sem var 12 brl. að stærð var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA.
Árið 1971 kaupa Hörður Arnórsson og bræðurnir Guðjón og Kristján Björnssynir bátinn og nefna Þengil. Þeir gera bátinn út til ársins 1977 en þá hafa þeir bátaskipti við Skúla Magnússon í Grindavík og Þengill fær nafnið Pétursey GK 184.
Skiptin fara fram í maí 1977 en þann 15. september sama ár strandaði báturinn við Grindavík. Báturinn eyðilagðist en maður sem var einn um borð bjargaðist með hjálp björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Uppl. Íslensk skip.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution