
Náttfari ÞH 60 var smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Molde árið 1962 og mældist hann 169 brl. að stærð.
Báturinn, sem var búinn 660 hestafla Lister díeselvél, var lengdur í Noregi árið 1966 og mældist eftir það 208 brl. að stærð.
Í desember 1966 var nafni bátsins breytt í Þorri ÞH 10, sömu eigendur.
Þorri var endumældur sumarið 1970 og mældist þá 170 brl. að stærð.
Þorri ÞH 10 var seldur Pólarsíld hf. á Fáskrúðsfirði í febrúar árið 1975 og hélt hann nafni sínu en varð SU 402. Hann sökk austan við Ingólfshöfða 18. október árið 1979. áhöfn hans bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Gunnar SU 39 frá Reyðarfirði. Heimildir Íslensk skip.
Myndin, sem er úr safni Péturs Jónassonar ljósmyndara, var tekin eftir að báturinn var lengdur sem segir okkur það að hún var tekin 1966.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.