Nýr Smyrill ÞH 57

6941. Smyrill ÞH 57 ex Hafdís SI 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Strandveiðisjómenn á Húsavík sem annars staðar gera báta sína klára þessa dagana en veiðar mega hefjast nk. mánudag.

Hörður Sigurgeirsson hóf útgerð strandveiðibáts sl. sumar er fyrirtæki hans, Fiskisker ehf., keypti Sómabát og nefndi Smyril ÞH 57.

Að loknu strandveiðitímabilinu sl. sumar hafði Hörður bátaskipti, Smyrill ÞH 57 fór í skiptum fyrir Hafdísi SI 131 á siglufirði sem lengst af hefur borið nafnið Dúan SI 130. Heitir sá bátur í dag Eilífur SI 60.

Hafdís fékk Smyrilsnafnið og eftir að Hörður hafði lokið við að merkja bátinn í dag tók hann smá hring fyrir mig og þessar myndir eru afrakstur þess.

Smyrill ÞH 57 var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar hf. í Hafnarfirði árið 1987 og bar nafnið Dúan þar til í ágúst 2021.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s