Flott þrenna

Flott þrenna. Ljósmynd Jón Steinar 2022.

Það er mikið um að vera í Grindavíkurhöfn þessa dagan en litlu línubátarnir eru að mokveiða skammt undan landi.

Þeir djöflast við að ná sem flestum róðrum áður en fiskurinn hverfur af svæðinu í byrjun maí sem er jafnvíst og að á eftir degi komi nótt.

Á þessari mynd sem Jón Steinar tók um helgina má sjá línubátinn Sævík GK 757 á útleið og grásleppubátinn Garp RE 148 á landleið.

Á milli þeirra sést svo frystitogarinn Blængur NK 125 koma á fullu ferðinni inn á Járngerðarstaðasundið með léttabátinn tilbúinn á síðunni en verið var að sækja mann úr landi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s