Baldur GK 97

311. Baldur GK 97 ex Baldur KE 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Dragnótabáturinn Baldur GK 97 er hér við bryggju í Keflavík um árið. Bugtin nýbyrjuð þarna og löndun lokið eftir að kvölda tók.

Baldur KE 97 var smíðaður í Djupvik í Svíþjóð 1961 og mældist 40 brl. að stærð. Eigendur hans voru Ólafur Björnsson og Hróbjartur Guðjónsson í Keflavík en 1971 var skráður eigandi Baldur hf. í Keflavík. 

Upphaflega var í Baldri 230 hestafla Deutz aðalvél en 1974 var sett í hann 350 hestafla Caterpillar vél. 

Í mars 1987 kaupir Sigurborg hf. í Keflavík bátinn og haustið 1989 kaupir svo Útgerðarfélag Akureyringa hf. bátinn. Nesfiskur hf. í Garði keypti svo bátinn af ÚA og gerði hann út til ársins 2003 og varð hann Baldur GK 97.

Baldur var tekinn á land árið 2003 og komið fyrir í Grófinni í Keflavík og þá fékk hann KE 97 aftur á kinnunginn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s