Lagarfoss kom til Akureyrar í morgun

IMO 9641314. Lagarfoss. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Akureyrar eftir siglingu frá Húsavík þar skipið var í nótt. Lagarfoss var smíðaður árið 2014 og er 141 metrar að lengd. Breidd hans er 23 metrar og hann mælist 10,106 GT að stærð. Lagarfoss siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn. IMO 9641314. … Halda áfram að lesa Lagarfoss kom til Akureyrar í morgun

Þorleifur og Farsæll Máni

1434. Þorleifur EA 88 - Farsæll Máni ST 74. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Netabáturinn Þorleifur EA 88 var að veiðum á svipuðum slóðum og Sæbjörgin í morgun, þ.e.a.s innarlega á Eyjafirði. Myndin var tekin í hádeginu þegar báturinn kom til hafnar á Akureyri og frístundabáturinn Farsæll Máni ST 74 siglir hjá. Aflinn hjá Þorleifi var … Halda áfram að lesa Þorleifur og Farsæll Máni

Sæbjörg EA 184 kemur að landi á Akureyri

2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH 303. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Sæbjörg EA 184 frá Grímsey var að netaveiðum innarlega á Eyjafirði í morgun og var þessi mynd tekin þegar hún kom að landi á Akureyri. Þeir voru með um þrjú tonn af þorski kallarnir, í fjórar trossur. Sæbjörg EA 184 hét upphaflega Magnús Guðmundsson … Halda áfram að lesa Sæbjörg EA 184 kemur að landi á Akureyri