Þengill ÞH 20

6603. Þengill ÞH 20 ex Lilja ÞH 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Þengill ÞH 20 kom til Húsavíkur síðdegis í gær eftir siglingu frá Akureyri en hann verður gerður út af Skjálfanda ehf. til strandveiða í sumar.

Þengill er gamalt nafn úr flota húsvíkinga og gaman að sjá það notað að nýju.

Þengill ÞH 20 hét áður Lilja ÞH 21 og var gerður út af Bjarna Eyjólfssyni til strandveiða síðustu sumur.

Nú hefur Bjarni fengið sér stærri bát en synir hans, Eyjólfur og Hermann, ætla að gera Þengil út í sumar meðfram öðrum störfum. Eyjólfur er á Brúarfossi og Hermann á Vigra RE 71.

Bjarni kom á nýju Lilju þH 21 til Húsavíkur í kvöld og koma myndir af henni í fyrramálið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s