
Í þessum skrifuðu orðum er uppsjávarveiðiskip Fáskrúðsfirðinga, Hoffell SU 80, að sigla um Skjálfandaflóa, sennilega að svipast um eftir loðnu.
Þessi mynd er tekin á Húsavíkurhöfða og Hoffellið á leið inn flóann með Flatey í baksýn.
Hoffell SU 80, sem áður hét Smaragd, er smíðað árið 1999 í Noregi og ber um 1650 tonn. Það er 68 metrar að lengd og tæpir 13 metrar á breidd.
Loðnuvinnslan keypti skipið til landsins sumarið 2014 og núverandi skipstjóri á því er Sigurður Bjarnason frá Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution