IMO 9251901. Nordfisk N-1-B ex Sørfold. Ljósmynd Þorgeir Baldursson 2022. Norska loðnuskipið Nordfisk N-1-B er hér á Fáskrúðsfirði en myndina tók Þorgeir Baldursson í gær. Skipið er smíðað árið 2002 og hét upphaflega Sørfold. Það er með heimahöfn í Bodø og hefur heitið Nordfisk frá árinu 2004. Nordfisk er 64 metrar að lengd, 14 metra … Halda áfram að lesa Nordfisk N-1-B á Fáskrúðsfirði
Month: febrúar 2022
Stokksey ÁR 40
1037. Stokksey GK 40 ex Dagfari GK 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Stokksey ÁR 40 kemur að bryggju á Húsavík vorið 2003 en báturinn var á netum ef minnið er rétt. Upphaflega Dagfari ÞH 70 smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg í Austur-Þýskalandi. Hann kom til heimahafnar á Húsavík 17, maí árið 1967. … Halda áfram að lesa Stokksey ÁR 40
Ný Cleopatra 36B til Vardø í Noregi
Østkapp TF-336-V. Ljósmynd Trefjar 2022. Østkapp heitir nýr beitingavélabátur sem Brynjar Bangsund útgerðarmaður og skipstjóri frá Vardø fékk afnetan á dögunum frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Brynjar verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem er af gerðinni Cleopatra 36B. Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 18 brúttótonn að stærð. Aðalvél bátsins er af gerðinni … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36B til Vardø í Noregi
Skonnortan Hildur
1354. Hildur í Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hér gefur að líta skonnortuna Hildi við flotbryggju í Húsavíkurhöfn. Myndin tekin í kvöld en veður var stillt og kalt. Og örlaði á norðurljósum. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them … Halda áfram að lesa Skonnortan Hildur
Núpur HF 56
6526. Núpur HF 56 ex Núpur HU 56. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Handfærabáturinn Núpur HF 56 kemur hér að landi í Sandgerði sumarið 2012 og Sæljós GK 2 fylgir í kjölfarið. Núpur hét upphaflega Jógi ÍS og var smíðaður hjá Flugfiski hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann hét þessu nafni til ársins 1990 þegar hann … Halda áfram að lesa Núpur HF 56
Sæfari ÁR 170
1964. Sæfari ÁR 170 ex Grundfirðingur SH 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Sæfari ÁR 170 frá Þorlákshöfn var á rækju sumarið 2012 og kom þá nokkrum sinnum til Húsavíkur. Þessi mynd var tekin í byrjun júnímánaðar það ár og eitthvað bras með rækjutrollið varð til þess að þeir komu í land kallarnir. Sæfari ÁR 170 … Halda áfram að lesa Sæfari ÁR 170
Jón Garðar KE 1
2070. Jón Garðar KE 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002. Jón Garðar KE 1 kemur hér að landi í Njarðvík vorið 2002. Báturinn var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík árið 1990. Báturinn, sem var smíðaður fyrir Garðar Garðarsson í Keflavík, var upphaflega 9,7 brl. að stærð en þarna er búið að lengja hann. Það var gert … Halda áfram að lesa Jón Garðar KE 1
Húsey ÞH 382
1346. Húsey ÞH 382 ex Hólmanes SU 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Skuttogarinn Húsey ÞH 382 leggur hér upp í veiðferð á rækjuslóðina í febrúarmánuði 2005. Togarinn hét áður Hólmanes SU 1 og var smíðað á Spáni árið 1974. Húsey var 451 brl. að stærð. Lengd þess var 47,55 metrar og breiddin 9,50 metrar. Skipið … Halda áfram að lesa Húsey ÞH 382
Muggur GK 70
2510. Muggur GK 70 ex Muggur KE 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008. Muggur GK 70 kemur hér að landi í Sandgerði vorið 2008 og samkvæmt vefnum aba.is var hann seldur til Noregs í lok sumars það ár. Báturinn var upphaflega Muggur KE 2 og var smíðaður árið 2001 í Bátsmiðjunni Sólplasti ehf. í Sandgerði. Hann … Halda áfram að lesa Muggur GK 70
Jón á Hofi ÁR 42
1645. Jón á Hofi ÁR 42 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022. Jón á Hofi ÁR 42 leggur hér upp í veiðiferð frá Þorlákshöfn en það hefur verið brælustopp síðustu daga. Jón á Hofi ÁR 42 hét áður Þuríður Halldórsdóttir GK 94 en Rammi hf. keypti skipið af Þorbirninum hf. sumarið 2007. … Halda áfram að lesa Jón á Hofi ÁR 42









