
Sæfari ÁR 170 frá Þorlákshöfn var á rækju sumarið 2012 og kom þá nokkrum sinnum til Húsavíkur.
Þessi mynd var tekin í byrjun júnímánaðar það ár og eitthvað bras með rækjutrollið varð til þess að þeir komu í land kallarnir.
Sæfari ÁR 170 hét upphaflega Jói á Nesi SH 159 og var smíðaður í Póllandi árið 1988. Báturinn er 27,48 metrar að lengd, 6 metra breiður og mælist 103 brl./159 BT að stærð.
Í janúar 1990 var Jói á Nesi SH 159 keyptur til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Fanney SH 24. Vorið 1998 fær Fanney nafnið Grundfirðingur en er áfram SH 24.
Árið 2000 er báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Sæfari ÁR 170 sem hann ber enn í dag.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.