
Østkapp heitir nýr beitingavélabátur sem Brynjar Bangsund útgerðarmaður og skipstjóri frá Vardø fékk afnetan á dögunum frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.
Brynjar verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem er af gerðinni Cleopatra 36B.
Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 18 brúttótonn að stærð.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158 600hö tengd ZF500IV gír. Í honum er 20 kw. rafstöð.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC, Olex og Simrad.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningavél. Línuveiðibúnaður kemur frá Mustad.
Ísvél er frá Kælingu ehf.
Lest bátsins rúmar 14 stk. 660 lítra fiskikör.
Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Stór borðsalur er í brú og fullbúin eldunaraðstaða um borð. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar og þá er salerni með sturtu.
Báturinn er kominn til Noregs eftir flutning og er reiknað er með að hann hefji veiðar á næstu dögum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.