
Ásbjörg ST 9 var síðasti eikarbáturinn af þessari stærð sem Skipavík í Stykkilshólmi smíðaði. Hún var afhent árið 1977 og átti heimahöfn á Hólmavík.
Í 15. tbl. Ægis 1977 sagði m.a:
1. júlí sl. afhenti Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. í Stykkishólmi nýtt 47 rúmlesta eikarfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 15 hjá stöðinni, og hlaut skipið nafnið Ásbjörg ST 9.
Skip þetta er byggt eftir sömu teikningu og nýsmíði nr. 14, Kristbjörg ÞH 44 (8. tbl. Ægis ’75), hjá umræddri stöð.
Eigendur skipsins eru Benedikt Guðjónsson, sem jafnframt er skipstjóri, Daði Guðjónsson og Guðlaugur Traustason, Hólmavík.
Ásbjörg ST 9 var gerð út frá Hólmavík til ársins 1998 en síðustu árin var eigandi Frigg ST 69 ehf. á Hólmavík.
Árið 1998 kaupur Dynjandi ehf. útgerð bátinn sem heldur nafni sínu en verður RE 79. Árið síðar kaupir Skjálfandi ehf. á Húsavík bátinn og fær hann nafnið Alli Júl ÞH 5.
Vorið 2001 fær báturinn nafnið Valdimar SH 106, eigandi Snæfell ehf.
Á árunum 2004 – 2013 hét hann Númi, fyrst KÓ 24, því næst HF 62 og að lokum RE 44. Eigandi Hafgull ehf.
Árið 2013 er báturinn keyptur til Dalvíkur þar sem hann hefur síðan siglt undir nafninu Máni með ferðamenn á hvalaslóðir Eyjafjarðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution