Margrét SU 4

1153. Margrét SU 4 ex Margrét GK 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Margrét SU 4 kemur hér til hafnar í Sandgerði fyrir helgi og var að ég held að koma úr slipp í Njarðvík.

Báturinn var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði árið 1971 og hét Sæþór SU 175 með heimahöfn á Eskifirði. Hann var seldur til Hornafjarðar árið 1994, hélt nafni en varð SF 244.

Stefán Stefánsson keypti bátinn til Dalvíkur í lok árs 1999 og nokkru síðar fékk hann nafnið Búi EA 100. Á Dalvík var m.a skipt um stýrishús á Búa sem fékk nafnið Gói ÞH 25.

Árin 2009-2011 hét báturinn Viktor EA 71 og var gerður út í ferðaþjónustu frá Dalvík.

Það var svo árið 2011sem báturinn fékk Margrétarnafnið, var KÓ 44 2011-2013, GK 16 2013 og frá árinu 2014 SU 4.

Það er Háeyri ehf. sem geri bátinn út en hann er tæplega 15 BT að stærð, skráður með heimahöfn á Stöðvarfirði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s