Vingþór ÞH 166

895. Vingþór ÞH 166 ex Vingþór NS 341. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1980.

Vingþór ÞH 166 liggur hér við bryggju á Siglufirði vorið 1980 en hans heimahöfn var þá á Kópaskeri.

Vingþór NS 341 hét hann upphaflega og var í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Báturinn var 15 brl. að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1934 og kom til heimahafnar þá um haustið

Hann var seldur Þorgeir Jónssyni á Seyðisfirði í ársbyrjun 1939. Upphaflega var í honum 55 hestafla June Munktell vél en árið 1958 var skipt um vél og kom 160 hestafla Buda í stað þeirrar gömlu.

Báturinn var seldur vorið 1970 og enn innan bæjar á Seyðisfirði. Kaupendur voru Sveinn Finnbogason og Fiskvinnslan hf. á Seyðisfirði.

Tæpum tveim árum síðar, eða í apríl árið 1972, var báturinn seldur til Raufarhafnar. Kaupandinn var Hilmar Ágústsson og hélt báturinn nafni sínu en varð ÞH 166.

Vingþór ÞH 166 var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 1. desember árið 1981. Heimild Íslensk skip

Eins og áður segir var myndin tekin á Siglufirði vorið 1980. Vingþór hafði þá verið gerður út frá Kópaskeri um tíma en var síðan seldur suður á Reykjanes árið 1981. Hann fór aldrei í útgerð áður en tekinn af skipaskrá í árslok 1981.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ein athugasemd á “Vingþór ÞH 166

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s