Glaður HU 67 á toginu

12. Glaður HU 67 ex Guðmundur Einarsson ÍS 28. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Glaður HU 67 sést hér á togi á rækjuslóðinni úti fyrir Norðurlandi, sennilega á árunum1988-1989. Hann var gerður úr frá Hvammstanga og var í eigu Meleyrar hf. sem keypti bátinn frá Ísafirði árið 1987.

Upphaflega hét báturinn Árni Magnússon GK 5 og var smíðaður árið 1963. Smíðin fór fram í Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi. Eigandi var Borgarklettur hf. og heimahöfn hans Sandgerði.

Á miða frá Hauki Sigtryggi segir m.a:

0012…. Geysir RE 82. TF-LR.Skipasmíðastöð: Kaarbös Mek. Verksted. Harstad Noregi. 1963. Lengd: 31,15. Breidd: 6,80. Dýpt: 3,22. Brúttó: 227.Mótor 1963 Wichmann 441 kw. 600 hö.

Nöfnin sem hann bar: Árni Magnússon GK 5. – Árni Magnússon SU 17. – Heimir KE 77. – Guðmundur Einarsson ÍS 28. – Glaður HU 67. – Geysir BA 140. – Geysir RE 82.

Úreltur 1998. Afskráður 28.04.2006. Fyrst í niðurrif í Krossanesi 2008. Svo á Siglufirði 2010. Í pottinn á Dalvík 2011. og klárast þar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s