
Björgunarbáturinn Sjöfn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Rafnari og afhentur björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík á haustmánuðum árið 2020.
Þessi mynd var tekin fyrir viku í Hafnarfirði en báturinn er af gerðinni Rafnar 1100.
Hann er 11 metra langur og ristir aðeins 55 sentímetra. Hann er knúinn tveimur 300 hestafla, átta strokka Mercury-utanborðsvélum. Í bátnum er 600 lítra eldsneytistankur. Sjöfn getur siglt á allt að 40 hnúta hraða (74 km/klst.) og á 25 hnúta hraða (46 km/klst.) á annarri vélinni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution