Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Aðalbjörg RE 5 kom til hafnar í Reykjavík nú undir kvöld og voru þessar myndir teknar þá. Aðalbjörg er á dragnót sem fyrr en þessa dagana er hún við veiðar í Faxaflóa.

Aðalbjörg RE 5 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987 og lengd árið 1995. Báturinn er eftir það 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að stærð.

Það er Aðalbjörg RE 5 ehf. í Reykjavík sem á og gerir bátinn út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Halldór NS 302

2790. Einar Hálfdáns ÍS 11 nú Halldór NS 302. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki í Brekku SU 760, sem áður hét Einar Hálfdáns ÍS 11, hefur nú fengið nafnið Halldór NS 302 og heimahöfn hans Bakkafjörður.

Eins og áður hefur komið fram á síðunni hafði GPG Seafood ehf. bátaskipti við Gullrúnu ehf. á Breiðdalsvík og fær Áka Í Brekku SU 760 í stað Halldórs NS 302.

Nýi Halldór hét upphaflega Einar Hálfdáns ÍS 11 og er Cleopatra 38 frá árinu 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svanur RE 45

3015. Svanur RE 45 ex Ilvid GR-18-318 Ljósmynd Gunnþór Sigurgeirsson 2021.

Svanur RE 45, sem áður hét Ilvid GR-18-318, er nýjasta skipið í flota Brims en þessa mynd fékk ég senda í síðustu viku.

Svanur hét upphaflega Strand Senior og var smíðað árið 1999, lengd skipsins er 67 metrar og breidd þess 13. Það mælist 1,969 brúttóttonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution