Óli á Stað

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Óli á Stað GK 99 kemur hér til hafnar á Siglufirði í ágústmánuði en hann er gerður út af Stakkavík í Grindavík.

Óli á Stað GK 99 var smíðaður fyrir Stakkavík í Seiglu á Akureyri og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ambassadeur kom með hráefni til PCC

IMO 9361328. Ambassadeur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Ambassadeur kom til Húsavíkur í gær með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Ambassadeur siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Zwartsluis.

Skipið var smíðað árið 2007 og er 110,78 metra langt og 14 metra breitt. Það mælist 3,990 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution