
Tappatogarinn Dreki HF 36 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði en upphaflega hét hann Björgvin EA 311.
Hann var einn 12 tapatogaranna sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi fyrir Íslendinga.
Dreki var seldur norður á Kópasker og kom til heimahafnar vorið 1987. Þá var búið að yfirbyggja hann og hann fékk nafnið Árni á Bakka ÞH 380.
Annars er miðinn frá Hauki svona:
0027….Björgvin EA 311… TF-RW. Skipasmíðastöð: V.E.B. Volkswerft. Stralsund. 1958. Lengd: 35,72. Breidd: 7,32. Dýpt: 3,37. Brúttó: 249. U-þilfari: 205. Nettó: 80. Mótor 1958 MWM 800 hö. Ný vél 1978 Brons 736 kw. 1000 hö.
Kom Akureyrar 23. Des. 1958 og hélt þaðan til Dalvíkur eftir stutta viðstöðu.
Björgvin EA 311. Útg: Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f. Dalvík. (1959 – 1973). Björgvin ÍS 301. Útg: Björgvin h.f. Súgandafirði. (1973 – 1974). Björgvin ÍS 301. Útg: Hraunhöfn h.f. Reykjavík. (1974 – 1977). Björgvin RE 159. Útg: Hraunhöfn h.f. Reykjavík. (1978 – 1983). Björgvin Már GK 149. Útg: Suðurnes h.f. Garði. (1983 – 1984). Sigurjón GK 49. Útg: Sæfugl h.f. Sandgerði. (1985 – 1986).
Dreki HF 36. Útg: Dreki h.f. Hafnarfirði. (1986 – 1987). Árni á Bakka ÞH 380. Útg: Sæblik h.f. Kópaskeri. (1987 – 1989). Klettsvík VE 127. Útg: Heimaklettur h.f. Reykjavík. (1989). Kofri VE 127. Útg: Heimaklettur h.f. Reykjavík. (1989 – 1991). Árfari HF 182. Útg: Júlíus Stefánsson. Hafnarfirði. (1991 – 1992). Árfari SH 482. Útg: Júlíus Stefánsson. Hafnarfirði. (1992 – 1993). Árfari SH 482. Útg: Kristján Guðmundsson HF. Rifi. (1993). Talinn ónýtur tekinn af skrá 02.04.1993.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution