Frár á toginu

1199. Frár VE 78 ex Krossanes SU 5. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Á togi austur á Vík skrifar ljósmyndarinn Tryggvi Sigurðsson við þessa mynd sem sýnir togbátinn Frá VE 78. Téður Tryggvu var einmitt vélstjóri þar um borð.

Frár VE 78 var smíðaður í Noregi árið 1969 en keyptur hingað til lands af Kirkjukletti hf. í Sandgerði árið 1971.

Í Sandgerði fékk báturinn nafnið Jón Oddur GK 104 en í nóvember 1977 breyttist það í Jón Guðmundsson GK 104.

Í ársbyrjun 1980 keypti Vogur hf. á Djúpavogi bátinn, sem var 124 brl. að stærð, og gaf honum nafnið Krossanes SU 5.

Rúmu árið síðar er báturinn kominn til Vestmannaeyja þar sem hann fær það nafn sem hann ber á myndinni, Frár VE 78. Eigandi Óskar Þórarinsson.

Báturinn var rifinn í Vestmannaeyjum árið 2007 en þá hafði hann legið í höfninni um árabil.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s