
Hér er Garpur að koma inn til Grindavíkur á dögunum en hann rær þaðan á grásleppu.
Garpur var smíðaður árið 1989 á Seyðisfirði og hét upphaflega Litlanes ÞH 52, eigandi Óli Þorsteinsson á Þórshöfn.
Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Síðar átti það eftir að bera nöfnin Mímir ÍS 30, Bergey SK 7, Fiskanes NS 137 og svo NS 37.
Árið 2000 fékk báturin nafnið Garpur SH 95 og heimahöfnin Grundarfjörður. RE 148 varð hann svo árið 2013.
Garpur RE 148 er 13,8 metra langur, en hann var lengdur á sínum tíma og styttur aftur. Hann mælist 11,77 brl./19,78 BT að stærð.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution