
Hér kemur mynd sem Rósa heitin Árnadóttir tengdamóðir mín tók í Grímsey árið 2001 en þangað fór hún oft til að kenna börnum eyjaskeggja sund.
Þarna er Óli á Hafborginni eittthvað að græja en þetta önnur Hafborgin af fjórum sem hann hefur átt og gert út.
Hafborg þessi hét upphaflega Sigmar NS 5 og var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1989. Árið 1990 fékk hann nafnið Mahnús EA 25 með heimahöfn í Grímsey.
Árið 1998 fékk hann nafnið Hafborg sem hann bar til ársins 2006 er hann fær nafnið Glaður ÍS 221 með heimahöfn í Bolungarvík.
Frá árinu 2009 hefur báturinn borið nafnið Finni NS 21 með heimahöfn á Bakkafirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution