
Valaberg GK 399 hét áður Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 en upphaflega Magnús NK 72, smíðaður fyrir Ölver hf. á Neskaupsstað.
Smíðin fór fram árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. Magnús, sem var 274 brl. að stærð, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.
Um Magnús NK 72 má lesa hér en hann var seldur til Grindavíkur í febrúarmánuði 1988. Þá fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Í september sama ár fékk báturinn nafnið Valaberg GK 399, eigandi Sigluberg hf. í Grindavík.
Sigluberg hf. gerði einnig út Háberg GK 299 og Sunnuberg GK 199 og öfluðu þeir hráefnis fyrir Fiskimjöl & Lýsi í Grindavík.
Sigluberg hf. seldi Valaberg GK 399 Sævaldi Pálssyni í Vestmannaeyjum haustið 1989.
Báturinn fékk nafnið bergu VE 44 en meira um það síðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution