Smyrill ÞH 57

6484. Smyrill ÞH 57 ex Sómi SH 163. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Í dag kom handfærabáturinn Smyrill ÞH 57 í fyrsta skipti til nýrrar heimahafnar á Húsavík en landleiðina kom hann.

Að lokinni sjósetningu var farið í reynslusiglingu og þá voru þessar myndir teknar.

Smyrill hét áður Sómi SH 163 en Fiskisker ehf., sem Hörður Sigurgeirsson stendur að, keypti hann frá Stykkishólmi á dögunum.

Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1983 og var fyrirtækið eigandi hans í fyrstu.

Smyrill, sem er tæpar 5 brl. að stærð, er af gerðinni Sómi 700. Hann hét upphaflega Sómi HF 100 og hefur haldið því nafni allt fram á þennan dag. Frá árinu 1984 hét hann Sómi VE 228, 1995 varð hann Sómi SF 61 og 2010 Sómi SH 163.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s