Gaui gamli VE 6

1431. Gaui gamli VE 6 ex Sigurður Gunnarssonn KE 202. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Gaui gamli VE 6 var smíðaður í Dráttarbrautinni hf. á Neskaupsstað árið 1975. Hann hét upphaflega Mónes NK 26 og var smíðaður fyrir Sævar Jónsson og Sæmund Sigurjónsson á Neskaupstað.

Báturinn var 7 brl. að stærð búinn 42 hestafla Marnavél.

Frá Neskaupsstað fór báturinn á Borgarfjörð eystri árið 1977 og varð Mónes NS 68. Árið 1981 var hann kominn til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Sigurður Gunnarsson KE 202.

Það var svo árið 1985 sem báturinn var keyptur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið sem hann ber á myndinni, Gaui gamli VE 6.

Árið 1987 fékk hann nafnið Gustur VE 101 og 1991 var hann kominn í Voga á Vatnsleysuströnd þar sem hann fékk nafnið Herjólfur Jónsson GK 258.

Hans síðasta nafn var Gussi SH 106 sem hann fékk árið 2001 en báturinn var tekinn af skipaskrá árið 2008 og hafði þá ekki verið skoðaður frá árinu 2003. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s