Matthildur

241. Matthildur SH 67 ex Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Netabáturinn Matthildur SH 67 kemur hér til hafnar í Ólafsvík á vetrarvertíðinni 1986 að ég tel.

Matthildur SH 67 hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og var smíðuð fyrir Hrönn h/f á Ísafirði. Smíðin fór fram í Djupvik í Svíþjóð og kom báturinn til heimahafnar á aðfaranótt aðfangadags jóla árið 1963.

Matthildur SH 67, sem var 104 brl. að stærð, fékk nafnið Hrönn SH 21 snemma á tíunda áratugnum. Árið 1995 er hún orðin Hrönn BA 99 en 1998 varð hún Hrönn ÍS 74. Árið 2011 var henni fargað eftir að hafa legið lengi í höfn á Ísafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s