
Oddur BA 71 var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 1985 og hét upphaflega Malli SK 100 frá Sauðárkróki.
Árið 1991 fékk hann nafnið Oddur SK 100 en þá einkennisstafi bar hann til ársins 2018 er hann fékk KÓ 7. KÓ 7 fékk svo að víkja fyrir BA 71 vorið 2019.
Það er Brekku Slakkinn ehf. sem á og gerir Odd BA 71 út en heimahöfn hans er Patreksfjörður.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution

