
Leifur Jóns SH 290 var gerður út til strandveiða í sumar og voru þessar myndir teknar þegar hann kom að landi á Patreksfirði í byrjun júlímánaðar.
Það er Sveinbjarnargerði ehf. sem á og gerir bátinn út en hann er með heimahöfn í Stykkishólmi.
Báturinn hét upphaflega Elding EA 427 og var smíður árið 1982 fyrir Arthur Bogason og Sveinbjörn Jónsson í Bátasmiðjunni Mótun í Hafnarfirði. heimild aba.is
Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Elding EA 427, Elding GK 427, Garpur SF 27, Elding VE 225, Dögg BA 28, Bragi RE 2, Bragi ÞH 50, Rósa í Brún ÞH 50, Fagranes ÍS 8 og Leifur Jóns SH 290.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution

