
Línubáturinn Beta GK 36 hefur róið frá Siglufirði síðan í vor en það er Nesfiskur í Garðinum sem gerir bátinn út.
Beta GK 36, sem er af gerðinni Cleopatra 38, var smíðuð árið 2008 fyrir Útgerðarfélagið Má ehf. í Vestmannaeyjum. Hún er 15 brúttótonn að stærð og leysti af hólmi eldri og minni Betu VE 36 sem var af gerðinni Cleopatra 28.
Í ársbyrjun 2019 var Beta komin með GK í stað VE eftir að Útgerðarfélagið Már ehf. hafði verið selt til Suðurnesja.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution