Kolga BA 70

7472. Kolga BA 70 ex Bláskjár HF 89. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðibáturinn Kolga BA 70 kemur hér að landi á Patreksfirði fyrir um mánuði síðan en það er Strandfiskur ehf. sem á hana og gerir út.

Kolga er nú Sómaleg að sjá en sögð smíðuð í Bátahöllinni í Snæfellsbæ árið 1999. Hún hét upphaflega Heiða Ósk NS 144 og var með heimahöfn á Bakkafirði.

Síðar fékk báturinn nafnið Tóti SF 52, SF 75 og VE 28. Því næst Bláskjár HF 69 en frá árinu 2016 hefur hann heitið Kolga BA 70.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæljón SU 104

1028. Sæljón SU 104 ex Sigurður Þorleifsson GK 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæljón SU 104 frá Eskifirði er hér á rækjuslóðinni um árið en hann var gerður út af Friðþjófi hf. á Eskifirði.

Upphaflega hét báturinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður árið 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík.

Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi.

Hann er sá eini sem enn er í drift hérlendis, amk. til fiskveiða og heitir í dag Saxhamar SH 50.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution