Gammur BA 82

7284. Gammur BA 82 ex Gammur KE 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Gammur BA 82 var smíðaður árið 1987 hjá Trefjaplasti ehf. á Blönduósi og var ÍS 600 fyrstu þrettán árin eða svo.

Árið 2010 varð hann KE 18 í um mánaðartíma en síðan BA 82 og hefur verið það síðan. Útgerð og eigandi Bláalda ehf. og heimahöfnin Tálknafjörður.

Myndirnar voru teknar á Tálknafirði í byrjun júlí en báturinn var gerður út til strandveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæborg RE 20

254. Sæborg RE 20 ex Ásver VE 355. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Sæborg RE 20 var smíðuð árið 1964 í Selby í Englandi hjá Cochrane & Sons Ltd. og hét upphaflega Jörundur III RE 300.

Jörundur III var 267 brl. að stærð með 800 ha Lister aðalvél líkt og systurskip hans Jörundur II RE 299. Þeir voru smíðaðir fyrir Jörund h/f í Reykjavík sem var í eigu Guðmundar Jörundssonar útgerðarmann.

Báturinn var endurmældur og mældist þá 233 brl. að stærð.

Í desember 1972 var Jörundur III seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Ásver VE 355. Eigendur Richard Sighvatsson og Sigurður Garðar Ásbjörnsson.

Í lok árs 1976 var báturinn seldur aftur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Sæborg RE 20. Eigendur Jakob Sigurðsson og Magnús Grímsson.

Árið 1980 var skráður eigandi Sjófang h/f og sama ár var sett í bátinn ný aðalvél, 800 hestafla Mirrlees Blacstone. Nokkrum árum síðar var sett á hann ný brú.

Haustið 1992 var Sæborg seld til Vísis í Grindavík þar sem hún hélt nafninu en varð GK 457. Það var svo haustið 1996 sem Sæborg GK 457 sökk um 165 sjómílur austur af landinu. Hún var á landleið með síldarfarm þegar leki kom að henni.

Áhöfnin, 11 manns, komst í björgunarbáta þaðan sem þeim var bjargað af skipverjum á Jónu Eðvalds frá Hornafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution