Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 ex Snæfel EA 740. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir í gær þegar frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kom til hafnar í Grindavík.

Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Hríseyinga en seldur til Grindavíkur síðla árs 1989. Það var Þorbjörn hf. sem keypti og fékk Snæfellið nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.

Togarinn var lengdur um 15,4 metra í skipasmíðastöð í Stettin í Póllandi sumarið 2014. Hann er nú 62,96 metrar að lengd. Aðalvél hans er 2500 hestafla Deutz.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svana SH 234

2532. Svana SH 234 ex Svana VE 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðbáturinn Svana SH 234 var gerður út frá Tálknafirði í sumar og voru þessar myndir teknar þar í byrjun júlímánaðar.

Svana SH 234 hét upphaflega Robbi EA 779 og var smíðaður fyrir Grímseyinga í Bátasmiðju Guðmundar árið 2002.

Árið 2006 var báturinn kominn með heimahöfn í Reykjavík og hét Dritvík RE 8. Árið 2010 var báturinn seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Svana VE 13.

Árið síðar var hann kominn til Ólafsvíkur þar sem hann varð Svana SH 234 og er í eigu ÓPH ehf.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gadus Njord

Gadus Njord N-125-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2015.

Hér koma tvær myndir af norska skuttogaranum Gadus Njord sem Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók.

Efri myndina tók hann árið 2015 en togarinn er í eigu Havfisk sem fékk á árunum 2013 og 2014 afhenta þrjá nýja togara eftir sömu teikningu, Gadus Poseidon, Gadus Njord og Gadus Neptun. 

Gadus Njord og systurskipin tvö eru 69,8 metra löng og 15,6 metra breið.

Myndina hér að neðan tók Eiríkur á dögunum og eins og sjá má hefur stefni togarans verið breytt.

Gadus Njord N-125-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution