Smári ÓF 20 á Siglufirði

2580. Smári ÓF 20 ex Digranes 1 NS 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Smári ÓF 20 var einn þeirra strandveiðibáta sem lönduðu á Siglufirði í gær en hann er gerður út af samnefndu fyrirtæki á Ólafsfirði.

Smári ÓF 20 hét upphaflega Hópsnes GK 77 frá Grindavík og er rúmlega 11 brl. að stærð. Báturinn er af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003 en seldur á Bakkafjörð árið 2006.

Hann var keyptur til Ólafsfjarðar frá Bakkafirði vorið 2017 þar sem hann bar nafnið Digranes NS 124. Reyndar Digranes 1 NS 125 síðustu mánuðina eftir að stærri báturinn leysti hann af hólmi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Meira af Jökli SK 16

288. Jökull SK 16 ex Arnar í Hákoti SH 37. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir sem nú birtast við Hafnarfjarðahöfn í kvöld og sýna þær eikarbátinn Jökul SK 16 þar sem hann liggur á botni hafnarinnar.

Eins og kom fram á síðunni í gær sökk hann við bryggjuna síðdegis þann dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Halldór NS 302 kom til Húsavíkur í dag

2672. Halldór NS 302 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Línubáturinn Halldór NS 302 frá Bakkafirði kom til Húsavíkur í hádeginu í dag þar sem báturinn verður skveraður.

Halldór NS 302 er í eigu Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði en eins og kunnugt er keypti GPG Seafood á Húsavík það fyrirtæki í lok síðasta árs.

Halldór NS 302 hét upphaflega Óli á Stað GK 99 og var smíðaður í Njarðvík árið 2005. Hann var seldur til Bakkafjarðar árið 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Merike blár og rauður

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Það hafa áður birst hér myndir af rækjutogaranum Merike og það bæði í bláa litnum sem var á honum þegar hann var keypt frá Grænlandi og þeim Reyktalsrauða.

En hér koma fyrstu myndirnar sem birtast af togaranum í rauða litnum á miðunum því þær fyrri voru teknar í Hafnarfirði þegar hann kom úr slipp.

Merike EK 1802 var smíðaður fyrir Grænlendinga í Danmörku árið 2002 og hét áður Regina C. Togarinn er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður og er með heimahöfn í Tallinn í Eistlandi.

Það var Eiríkur Sigurðsson sem tók þessar myndir af Merike (í rauða litnum) í gær en hina fyrri (í bláa litnum) í ágústmánuði 2019.

Eiríkur er skipstjóri á Reval Viking sem er í eigu útgerðafyrirtækisins Reyktal líkt og Merike.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution