Særún EA 251 kemur að landi á Dalvík

2711. Særún EA 251 ex Elli P SU 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þessar myndir sem nú birtast sýna Særúnu EA 251 frá Árskógssandi koma að landi á Dalvík en báturinn tók þátt í sjóstangveiðimóti sem þar var haldið.

Báturinn, sem er af gerðinni Siglufjarðar-Seigur, var smíðaður á Siglufirði árið 2007 og hét upphaflega Lúkas ÍS 71 og var í eigu Álfsfells ehf. á Ísafirði.

Síðar, eða árið 2011, fær hann nafnið Maggi Jóns KE 77 og 2015 Elli P SU 206 frá Breiðdalsvík.

Það var svo haustið 2018 sem Særún EA 251 (2651) var seld til Breiðdalsvíkur og Sólrún ehf. á Árskógssandi tók Ella P upp í kaupin. Við það fékk hann nafnið Særún EA 251.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fönix BA 123

2811. Fönix BA 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þesar myndir voru teknar í morgun þegar Fönix BA 123 lét úr höfn á Húsavík en hann er í eigu Krossa-útgerðarfélags ehf. á Patreksfirði.

Það er Hafþór Gylfi Jónsson sem stendur að þeirri útgerð en hann fékk skel bátsins, sem er Sómi 1200, berstrípaða ásamt brúarstykkinu og fullkláraði bátinn.

Báturinn er tæp 15 BT að stærð búinn 302 kw Cumminsvél. Smíðaár 2011.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution