
Smári ÓF 20 var einn þeirra strandveiðibáta sem lönduðu á Siglufirði í gær en hann er gerður út af samnefndu fyrirtæki á Ólafsfirði.
Smári ÓF 20 hét upphaflega Hópsnes GK 77 frá Grindavík og er rúmlega 11 brl. að stærð. Báturinn er af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003 en seldur á Bakkafjörð árið 2006.
Hann var keyptur til Ólafsfjarðar frá Bakkafirði vorið 2017 þar sem hann bar nafnið Digranes NS 124. Reyndar Digranes 1 NS 125 síðustu mánuðina eftir að stærri báturinn leysti hann af hólmi.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution