Sóley Sigurjóns

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur RE 207. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sóley Sigurjóns GK 200 landaði rækju á Siglufirði í dag og voru þessar myndir teknar þegar hún lét úr höfn.

Sóley Sigurjóns GK 200 var smíðuð árið 1987 af J.K Skibsbyggeri APS í Danmörku fyrir Grænlendinga og hét Quaasiut II.

Togarinn hét upphaflega Júlíus Havsteen ÞH 1 á íslenskri skipaskrá en er í dag í eigu Nesfisks ehf. í Garðinum. Hann var fyrstu árin hér gerður út á rækju og fryst um borð en lengst af hefur hann verið ísfisktogari.

Hann hefur einnig borið nöfnin Rauðinúpur ÞH 160, Sólbakur EA 7 og Sólabakur RE 207.

Aðalvélin er frá Wartsila og er 847 hestöfl / 632 kW. Mesta lengd skipsins er 41,98 metrar en skráð lengd er 38,36 metrar og breiddin 10,40 metrar. Brúttótonnatalan er 737,09 tonn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s