Björg Jónsdóttir ÞH 321

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 Höfðavík AK 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1996.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í apríl 1996 þegar ný Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom til heimahafnar í fyrsta skipti. Þetta var sú sjötta í röðinni ef rétt er munað.

Þriðjudaginn 23. apríl 1996 birtist eftirfarandi frétt í Degi og til gamans má nefna það að ein þessara mynda prýddi frétttina:

Ný Björg Jónsdóttir ÞH-321 kom til heimahafnar, Húsavíkur, sl. laugardag. Skipið er keypt á Akranesi af Krossvík hf. á Akranesi, 500 brl. að stærð og hét áður Höfðavík AK-300.

Útgerðarfyrirtækið Langanes hf. átti fyrir tvö báta; Björgu Jónsdóttur ÞH-321, sem var seld til G. Ben hf. á Árskógssandi, og Björgu Jónsdóttur II ÞH-320, sem seld var til Siglfirðings hf. á Siglufirði.

Skipinu var breytt hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi og kostuðu breytingarnar um 80 milljónir króna. Á Akranesi var sett í skipið allur nótaveiðibúnaður, m.a. kraftblakkir, nótaniðurleggjari, fiskidælur og loðnuskiljur auk nýs asdictækis.

Mikið af fiskileitar- og siglingatækjum í brú voru endurýjuð og brúin innréttuð að nýju. Lestin hefur verið hólfuð og er með einangruðum síðum, sem tryggir verulega ferskleika hráefnisins. Skipið getur borið um 850 tonn af síld eða loðnu.

Skipstjórar verða Aðalgeir og Sigurður Bjarnasynir, synir Bjarna Aðalgeirssonar, framkvæmdastjóra Langaness hf., sem áður voru með Björgu Jónsdóttur og Björgu Jónsdóttur II. Aflaheimildir þeirra báta verða sameinaðar á nýja skipið.

Svo mörg voru þau orð en skipið fékk nafnið Bjarni Sveinsson ÞH 322 þegar ný Björg Jónsdóttir var keypt árið 2004. Skinney-Þinganes hf. eignaðist Bjarna Sveinson ÞH 322 og Björgu Jónsdóttur ÞH 321 haustið 2006 og um ári síðar var skipið selt til Noregs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s