Það bar svo við á Húsavík í dag….

1937. Björgvin EA 311. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Það bar svo við á Húsavík í dag að togari kom til hafnar en stoppaði hann þó stutt við.

Um er að ræða togara þann sem Dalvíkingar létu smíða fyrir sig í Noregi árið 1988 og nefndu Björgvin EA 311. Á Dalvík hefur hann átt heimahöfn allar götur síðan þó eignarhaldið hafi breyst. Já og liturinn.

Í 8. tölublaði Ægis 1988 sagði m.a svo frá:

Nýr skuttogari, m/s Björgvin EA 311, bættist við fiskiskipastólinn 26.júlí s.l. en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Björgvin EA er smídaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord f Noregi, smíðanúmer 142 hjá stöðinni, en er hannaður hjá Skipatækni hf. í Reykjavík.

Björgvin EA er fimmtándi skuttogarinn, sem umrædd stöð smíðar fyrir íslendinga, en auk þess hefur stöðin séð um smíði á einum skuttogaraskrokk (Björgúlf EA) fyrir Slippstöðina. Skrokkar allra þessara togara eru smíðaðirhjá Kvina Verft í Flekkefjord, sem annast hefur þann þátt smíðinnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk.

Hinn nýi Björgvin kemur í stað samnefnds skuttogara, sem einnig var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk (afhentur í janúar 1974) fyrir sömu útgerð. Gamli Björgvin hefur nú verið seldur til Noregs. Björgvin EA er með búnaði til heilfrystingar á karfa og gráluðu, auk búnaðar til ísfiskmeðhöndlunar.

Björgvin EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga hf., Dalvík. Skipstjóri á skipinu er Vigfús R. Jóhannesson og yfirvélstjóri Hafsteinn Kristinsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Valdimar Bragason.

Mesta lengd Björgvins EA 311 er 50,53 metrar og breidd hans 12 metrar. Hann mælist 499 brl./1142 BT að stærð. Aðalvél hans er 2515 hestafla Deutz.

Eigandi Björgvins EA 311 er Samherji Ísland ehf. og er hann gerður út sem ísfisktogari.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is Örfá eintök eftir – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s