Haukur GK 134

1378. Haukur GK 134 ex Haukur GK 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1991.

Haukur GK 134 liggur hér við bryggju í Sandgerði og bíður örlaga sinna sem voru þau að hann var seldur úr landi.

Þarna var nýr Haukur GK 25 kominn til sögunnar og þessi, sem upphaflega hét Framtíðin KE 4, hafði fengið nýtt númer, GK 134.

Framtíðin KE 4 var keypt frá Noregi árið 1974 en togarinn var þá fjögurra ára gamall og hét Øksfjord.

Í 13. tbl. Ægis 1974 sagði m.a svo frá:

17. apríl bættist skuttogari í flota Keflvíkinga, Framtíðin KE 4. Skuttogari þessi, sem áður bar nafnið Øksfjord, er keyptur frá Noregi en er byggður árið 1970 hjá A/S Storviks Mek. Verksted Kristiansand, nýbygging nr. 37.

Framtíðin KE er sömu gerðar og Dagstjarnan KE, svonefnd R-155 A gerð. Þess má geta, að Stálvík h.f. Garðahreppi hefur byggt einn skuttogara eftir þessari teikningu frá „Storviks“, Stálvík SI 1 og fljótlega mun annar skuttogari af þessari gerð hlaupa af stokkunum hjá Stálvík h.f.

Framtíðin KE er í eigu Fiskmiðlunar Suðurnesja h. f., en aðalhluthafar fyrirtækisins eru Hraðfrystihús Ólafs Lárusonar og Sjöstjarnan h.f.

Togarinn var 299 brl. að stærð, 46,45 metrar að lengd og 9 metra breiður. Búinn 1500 hestafla MAK aðalvél.

Í ársbyrjun 1981 keypti Valbjörn hf. í Sandgerði Framtíðina KE 4 og nefndi Hauk GK 25. Árið 1991 keypti Valbjörn nýjan og stærri togara frá Færeyjum og var sá gamli seldur norskum aðila sem gerði hann út frá Murmansk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s