Þorsteinn GK 15

926. Þorsteinn GK 15 ex Þorsteinn EA 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eik­ar­bát­ur­inn Þor­steinn GK 15, sem gerður var lengi út frá Raufar­höfn, kemur hér að landi á Húsavík um árið.

Báturinn var smíðaður fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík í Fal­ken­berg í Svíþjóð árið 1946 og hefur alla tíð heitið Þorsteinn. Upphaflega EA 15.

Þorsteinn er 50 brl. og upphaflega var í honum 170 hestafla Polar dieselvél. 1950 var sett í hann 215 hetsafla vél sömu gerðar o upphaflega var í honum. 1960 var sett í hann 280 hestafla MWM vél og 1985 var sett í bátinn 375 hestafla Caterpilar.

Haustið 1956 var Þorsteinn seldur Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða hf. í Grindavík og varð við það GK 15. HAustið 1972 kaupir Önundur Kristjánsson, þá búsettur í Vestmannaeyjum, bátinn í félagi við Jón Einarsson á Raufarhöfn.

Um árið síðar er Önundur Kristjánsson Raufarhöfn skráður einn eigandi að bátnum.

Árið 2002 er skráður eigandi Önundur ehf. á Raufarhöfn og 2013 fær báturinn einkennisstafina ÞH og númerið 115. Báturinn, sem er skráður 51 brl. að stærð í dag, hefur verið gerður út frá Suðurnesjum undanfarnar vertíðir.

Ný brú er kominn á bátinn frá því þessar myndir voru teknar.

926. Þorsteinn GK 15 ex Þorsteinn EA 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s